Fótbolti

Thuram: Evra á ekki að spila aftur fyrir franska landsliðið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Lilian Thuram, fyrrum landsliðsmaður Frakka, vill að fyrirliði landsliðsins núna fái aldrei aftur að spila fyrir landsliðið.

Evra var talinn bera hvað mesta ábyrgð á verkfallinu sem frakkar fóru í á HM og gagnrýnir Thuram hann harðlega. "Ég heimta að leikmönnum sé refsað harðlega fyrir þetta og að Evra spili aldrei aftur fyrir landsliðið," sagði Thuram.

"Þegar þú ert fyrirliði franska landsliðsins verðurðu að taka ábyrgð á gjörðun þínum og virða fólkið. Vanvirðingin var algjör," sagði Thuram sem spilaði 142 landsleiki fyrir Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×