Fótbolti

Ronaldo þarf ekki nýja skó

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cristiano Ronaldo skorar og skorar.
Cristiano Ronaldo skorar og skorar.

Nú er vika þar til Cristiano Ronaldo frumsýnir nýja skó frá Nike í Madrídarslag milli Atletico og Real. Miðað við frammistöðu hans að undanförnu virðist hinsvegar engin þörf á nýjum skóm.

Ronaldo hefur skorað eins og enginn sé morgundagurinn það sem af er spænsku deildinni og auk þess lagt mörk upp fyrir samherja sína eins og hann fái borgað fyrir það, sem hann vissulega fær.

Tólf mörk skoruð og stoðsendingarnar orðnar fjórar. Ronaldo er funheitur.

Hann setti tvö mörk í gær þegar Real Madrid, sem vermir toppsæti deildarinnar, lagði Hercules 3-1. Smelltu hér til að sjá samantekt af frammistöðu Ronaldo í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×