Enski boltinn

Manchester-borg heiðrar Ryan Giggs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs í leik með Manchester United.
Ryan Giggs í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Borgaryfirvöld í Manchester hafa ákveðið að heiðra sérstaklega Ryan Giggs, leikmann Manchester United.

Giggs hlýtur hið svokallaða frelsi borgarinnar en það er sambærilegt því að hljóta lykil borgarinnar eins og til að mynda tíðkast í Bandaríkjunum.

Giggs hefur átt frábæru gengi að fagna og varð Englandsmeistari með Manchester United í vor og í ellefta skipti á ferlinum. Hann varð leikjhæsti leikmaður United í sögu félagsins á árinu og var útnefndur leikmaður ársins í deildinni í vor og íþróttamaður ársins í Bretlandi nú í lok síðasta árs.

Hann hefur leikið með United alla sína tíð en er fæddur í Wales. Þegar hann var fjórtán ára var hann að æfa með Manchester City en eftir heimsókn frá Alex Ferguson, stjóra United, á fjórtán ára afmælisdaginn ákvað Giggs að skipta yfir til United.

Athöfnin fer fram í dag en meðal annarra sem hafa fengið frelsi borgarinnar má nefna Nelson Mandela.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×