Enski boltinn

Torres: Reina er besti markvörður heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fernando Torres segir að landi sinn og liðsfélagi, Pepe Reina, sé besti markvörðurinn í heiminum í dag. Reina hefur verið í fantaformi í vetur og Torres sér ástæðu til þess að hrósa honum.

„Hann hefur átt frábært tímabil eins og alltaf. Ég lít á það þannig að hann sé orðinn besti markvörður heims. Það vita allir á Spáni að hann er góður en hér á Englandi efast enginn um að hann sé sá besti," sagði Torres.

„Hann hefur verið í svakalegu formi í vetur og hann vann leikinn gegn Aston Villa fyrir okkur. Það eru allir í liðinu afar ánægðir með hann og vonandi verður hann hér sem lengst," sagði Torres sem gekk afar vel gegn Reina er þeir léku á Spáni.

„Ég skoraði alltaf á móti honum. Ég veit ekki af hverju það var en við tölum mikið um það og hlæjum af því."

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×