Enski boltinn

Zamora fór úr viðbeinslið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bobby Zamora gengur af velli í fyrrakvöld.
Bobby Zamora gengur af velli í fyrrakvöld. Nordic Photos / Getty Images

Fulham hefur staðfest að Bobby Zamora, leikmaður liðsins, fór úr viðbeinslið í leik liðsins gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Talið er að Zamora verði frá í um átta vikur vegna meiðslanna en varnarmaðurinn Brede Hangeland meiddist einnig í leiknum. Óljóst hversu lengi hann verður frá en hann meiddist á hné.

Fulham mætir Portsmouth á laugardaginn og ólíklegt að Hangeland verði með í þeim leik en þó er vonast til þess að hann muni geta spilað með liðinu aftur síðar í mánuðinum.

Þá hefur sóknarmaðurinn Andrew Johnson einnig verið frá vegna meiðsla síðustu tvo mánuðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×