Enski boltinn

Neville hættir líklega í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fastlega er búist við því að hinn 34 ára gamli bakvörður Man. Utd, Gary Neville, hengi upp skóna í lok leiktíðar.

Þá rennur samningur hans við félagið út og ekki stendur til að bjóða honum nýjan samning. Neville sjálfur ku vera lítt spenntur fyrir því að spila með öðru félagi en hann hefur leikið með Man. Utd allan sinn feril.

Félagar hans, Ryan Giggs og Paul Scholes, fá þó nýja eins árs samninga.

Neville hefur leikið 583 leiki með United á glæstum 18 ára ferli.



 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×