Fótbolti

Kuyt missir af landsleik Hollands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, getur ekki spilað með hollenska landsliðinu í leik gegn Tyrkjum annað kvöld vegna meiðsla.

Þessu er haldið fram í hollenskum fjölmiðlum í dag en Kuyt hefur verið að jafna sig á ökklameiðslum sem hann varð fyrir í leik með landsliði Hollands í síðasta mánuði.

Hann er byrjaður að spila á ný með Liverpool en nú munu meiðslin hafa tekið sig upp hjá Kuyt. Óvíst er hvort hann verði frá í einhvern tíma eða missir eingöngu af landsleiknum.

Líklegt er að Jeremain Lens, leikmaður PSV, verði í byrjunarliði Hollands í stað Kuyt á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×