Fótbolti

Skallamarkið hans Kolbeins á móti Ajax - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson skorar hér markið sitt á móti Ajax.
Kolbeinn Sigþórsson skorar hér markið sitt á móti Ajax. Mynd/AFP
Kolbeinn Sigþórsson innsiglaði 2-0 sigur AZ Alkmaar á móti Ajax í hollensku úrvalsdeildinni um helgina með fallegu skallamarki á 77 mínútu eða fimm mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Kolbeinn fékk þá fyrirgjöf af hægri kantinum frá Stijn Schaars, stökk hæst í teignum og skallaði boltann framhjá markverðinum Maarten Stekelenburg. Það er hægt að sjá markið með því að smella hér.

Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 72. mínútu í stöðunni 0-0, aðeins tveimur mínútum seinna kom Pontus Wernbloom AZ í 1-0 og fimm mínútum síðar var Kolbeinn búinn að skora sitt þriðja deildarmark á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×