Enski boltinn

Dietmar Hamann orðinn spilandi þjálfari hjá Milton Keynes Dons

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dietmar  Hamann í leik með Liverpool.
Dietmar Hamann í leik með Liverpool. Mynd/AFP
Þjóðverjinn Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester City, hefur ákveðið að taka skónna fram að nýju og gerast spilandi þjálfari hjá Milton Keynes Dons í ensku C-deildinni.

Hamann hefur ekkert spilað síðan að hann hætti hjá Manchester City í lok 2008-2009 tímabilsins en hann er nú orðinn 36 ára gamall. Hamann lék með Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2002 og vann Meistaradeildina með Liverpool 2005.

Hamann tekur við af Paul Ince sem hætti með liðið eftir að það endaði í 12. sæti í ensku C-deildinni á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×