Enski boltinn

Carrick hefur mikla trú á Berbatov

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berbatov fagnar.
Berbatov fagnar.

Miðjumaðurinn Michael Carrick hefur mikla trú á félaga sínum Dimitar Berbatov. Carrick spáir því að Berbatov muni halda áfram að raða inn mörkum og sjá til þess að United verði meistari.

Berbatov er búinn að skora 14 mörk í vetur og skoraði síðast í gær gegn Birmingham.

"Hann hefur gríðarlegt sjálfstraust fyrir framan markið og vonandi verður það þannig áfram. Markið hans gegn Birmingham hefði átt að duga til sigurs," sagði Carrick.

Hann var, rétt eins og félagar hans, mjög ósáttur við jöfnunarmark Birmingham í leiknum sem var vissulega afar umdeilt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×