Enski boltinn

Essien: Ég hata pólitík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ganamaðurinn Michael Essien, leikmaður Chelsea, segist hafa megnustu andúð á stjórnmálum. Hann hefur verið hvattur til þess að beita sér á stjórnmálasviðinu í heimalandinu en það er ekki að fara að gerast.

"Það síðasta sem ég myndi gera er að fara út í stjórnmál. Ég hata pólitík," sagði Essien við heimasíðu Chelsea.

Hann er staddur í heimalandinu sem stendur en þar er hann að setja á fót góðgerðarverkefni í heimabæ sínum.

"Ég veit að fólk í stjórnmálum er valdamikið en það heillar mig samt ekki."

Essien hefur ekki ákveðið hvað hann ætli sér að gera þegar ferlinum lýkur. Honum þykir þó líklegt að hann haldi áfram að láta gott af sér leiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×