Íslenski boltinn

Áfrýjun Keflvíkinga um undanþágu fyrir markmann líka hafnað

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur. Fréttablaðið/Stefán

Það er nú orðið endanlega ljóst að Keflvíkingar fá ekki að fá Henrik Bödker lánaðan frá Þrótti, eins og félagið vildi gera. KSÍ neitaði Keflvíkingum um undanþágu, bæði framkvæmdastjórinn sem og Félagaskipta- og samninganefnd þangað sem Suðurnesjamenn áfrýjuðu.

Ómar Jóhannsson er meiddur og verður frá í rúman mánuð. Árni Freyr Ásgeirsson mun verja markið í næstu leikjum en hann er 18 ára gamall. Varamarkmaður hans er nýorðinn 16 ára.

"Við fengum bara sömu rök og síðast," sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur við Vísi rétt í þessu.

Keflvíkingar höfðu talað við Henrik Bödker um að hann kæmi til liðsins og var hann búinn að samþykkja það.

"Við erum ekki sáttir en það er ekkert sem við getum gert úr þessu," sagði Þorsteinn.


Tengdar fréttir

Árni Freyr: Ég er klár þegar kallið kemur

Árni Freyr Árnason mun væntanlega verja mark Keflvíkinga í næstu leikum liðsins. Ómar Jóhannsson er meiddur og eins og komið hefur fram fá Keflvíkingar ekki undanþágu til að fá annan markmann lánaðan til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×