Enski boltinn

Sjálfsmörk tryggðu Englandi sigur á Japan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Englendingar fagna marki.
Englendingar fagna marki.
England vann Japan 2-1 í vináttulandsleik sem fram fór í Austurríki í dag. Japanir komust yfir í leiknum en Frank Lampard misnotaði vítaspyrnu þegar hann hefði getað jafnað metin.

Tanaka skoraði síðan sjálfsmark og staðan orðin 1-1. Yuji Nakazawa skoraði síðan annað sjálfsmark eftir sendingu frá Ashley Cole á 83. mínútu og Englendingar hrósuðu sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×