Enski boltinn

Stand manna á Old Trafford - Carrick meiddur á ökkla

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Carrick er ekki að meiðast í fyrsta sinn.
Michael Carrick er ekki að meiðast í fyrsta sinn.
Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, missir af byrjun tímabilsins eftir að hafa meiðst á ökkla í æfingaleik í vikunni.

Þessi 29 ára leikmaður missir af leiknum gegn Chelsea um Samfélagsskjöldinn og einnig af fyrsta deildarleiknum gegn Newcastle mánudaginn 16. ágúst.

Carrick mun einnig missa af vináttulandsleik Englendinga og Ungverja næsta miðvikudag en snýr líklega aftur 22. ágúst þegar United leikur útileik við Fulham.

Sir Alex Ferguson hefur staðfest að Michael Owen og Wayne Rooney muni spila 45 mínútur hvor í leiknum á Wembley á sunnudaginn.

„Gabriel Obertan er enn að glíma við ökklameiðslin sem hann hlaut í ferðinni til Bandaríkjanna. Það eru nokkrar vikur í að Rio Ferdinand sýr aftur og Owen Hargreaves er enn í Bandaríkjunum. Anderson er að taka skjótum bata eftir hnémeiðsli og gæti snúið aftur eftir tvær til þrjár vikur," sagði Ferguson.

Brasilísku tvíburabræðurnir Rafael og Fabio urðu fyrir matareitrun og eru tæpir fyrir helgina. Þá hefur Ferguson staðfest að þeir Danny Welbeck og Mame Biram Diouf fari báðir á láni. Sá fyrrnefndi fer líklega til Sunderland og Diouf til Blackburn.

Tom Cleverley verður ekki lánaður burt eftir frábæra frammistöðu á undirbúningstímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×