Enski boltinn

Zola verður ekki rekinn þó West Ham tapi í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gianfranco Zola fær fullan stuðning.
Gianfranco Zola fær fullan stuðning.

David Gold, annar eiganda West Ham, var spurður að því hvort Gianfranco Zola yrði áfram við stjórnvölinn ef liðið myndi tapa fyrir Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Svar hans var: „Klárlega, það er engin spurning. Franco er okkar maður og við erum vissir um að hann komi okkur út úr þessum vandræðum," sagði Gold.

Hamrarnir eru aðeins þremur stigum frá fallsæti eftir að hafa tapað fimm síðustu deildarleikjum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×