Enski boltinn

Heiðar og félagar taplausir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson í leik með QPR.
Heiðar Helguson í leik með QPR. Nordic Photos / Getty Images

Heiðar Helguson og félagar í QPR eru enn taplausir í ensku B-deildinni í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Norwich í dag. Heiðar lék allan leikinn fyrir QPR.

Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 81 mínútuna fyrir Coventry sem vann góðan sigur á Ipswich á útivelli, 2-1.

Reading tapaði fyrir Swansea, 1-0, á heimavelli en Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson eru frá vegna meiðsla.

Þá vann Portsmouth 3-2 sigur á Watford en Hermann Hreiðarsson er enn að jafna sig eftir sín meiðsli og var ekki í leikmannahópi Portsmouth í dag.

QPR er á toppnum með 27 stig og fjögurra stiga forystu á Cardiff sem er í öðru sæti. Coventry er í sjöunda sæti með átján stig, Reading í því níunda með sextán stig og Portsmouth í sautjánda með tólf stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×