Enski boltinn

Ashley sendi Cheryl hjartnæmt jólakort

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ashley og Cheryl þegar allt lék í lyndi.
Ashley og Cheryl þegar allt lék í lyndi.

Ashley Cole skildi við Cheryl Cole í september síðastliðnum eftir að upp komst um framhjáhald hans. Mikið fjölmiðlafár var á Bretlandi vegna málsins enda Cheryl mikils metinn listamaður í heimalandinu.

Þau töluðust lengi vel ekki við eftir skilnaðinn en eru farin að eiga lágmarkssamskipti í dag.

Ashley rétti út sáttahönd um jólin er hann sendi Cheryl innilegt jólakort og samkvæmt áreiðanlegum heimildarmanni slúðurblaðsins The Sun þá átti Cheryl erfitt með að halda aftur af tárunum er hún las kortið frá Ashley. Hún kunni að meta viðleitni bakvarðarins.

Hún eyddi jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Newcastle í stað þess að vera með dansaranum Derek Hough sem hefur mikið verið með henni síðustu vikur. Hann sendi henni demantseyrnalokka í jólagjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×