Enski boltinn

Özil og Trochowski orðaðir við United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. Nordic Photos / Bongarts
Manchester United er sagt enn eiga góðan möguleika á því að fá þýsku landsliðsmennina Mesut Özil og Piotr Trochowski til liðs við félagið.

Özil sló í gegn með þýska landsliðinu á HM í sumar og hefur verið sterklega orðaður við United undanfarnar vikur.

Hann er samningsbundinn Werder Bremen en sá samningur rennur út eftir næsta tímabil. Klaus Allofs, knattspyrnustjóri liðsins, segir að félagið muni skoða öll tilboð sem berast í hann.

„Allt er enn mögulegt í þessu máli," sagði hann við þýska fjölmiðla.

Trochowski er á mála hjá Hamburg og á einnig eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Umboðsmaður hans vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að hann vildi ekkert útiloka um framtíð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×