Fótbolti

Rangers sigraði Celtic í toppslagnum

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Rangers hafði betur gegn Celtic.
Rangers hafði betur gegn Celtic.

Rangers sigraði Celtic, 3-1, í toppslagnum á Skotlandi í dag. Fyrsta mark leiksins kom rétt fyrir leikhlé og voru það voru heimamenn í Celtic sem tóku forystuna með marki frá Gary Hooper en hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Rangers jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks en þá varð Glenn Loovens leikmaður Celtic fyrir því óláni að skora sjálfsmark en boltinn fór af honum í netið eftir aukaspyrnu gestanna.

Þetta kveikti í Rangers því þeir skoruðu aftur skömmu síðar og tóku leikinn í sínar hendur með marki frá Kenny Miller. Hann var aftur á ferðinni rúmum tíu mínútum síðar og gulltryggði Miller sigurinn með þriðja markinu úr vítaspyrnu.

Rangers situr á toppi deildarinnar með 27 stig en Celtic rétt á eftir í öðru sætinu með 24 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×