Fótbolti

Argentínska knattspyrnusambandið býður Maradona annan samning

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Diego Maradona á að halda áfram sem landsliðsþjálfari Argentínu. Þetta segir forseti knattspyrnusambands landsins. Maradona stýrði liðinu til átta liða úrslitanna á HM en framtíð hans hefur verið óljós síðan HM lauk. Maradona er í miklum metum í heimalandinu og forsetinn segir að hann sé best til þess fallinn að stýra liðinu á HM 2014. "Hann tók við á erfiðum tíma og kom okkur á HM. Það var mikilvægt. Hann á að vera áfram þjálfari okkar, ég sé ekki af hverju ekki," sagði forsetinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×