Fótbolti

Queiroz ætlar að kæra portúgalska sambandið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlos Queiroz ætlar ekki að taka því þegjandi að hafa verið rekinn sem þjálfari portúgalska landsliðsins. Hann hefur nú sagt lögfræðingum sínum að kæra portúgalska knattspyrnusambandið vegna uppsagnarinnar.

"Ég get staðfest að ég ætla í mál. Það var margt sem benti til þess að það væru ákveðinn svik sem leiddu til þess að ég var síðan rekinn," sagði Queiroz.

Hann var skömmu áður settur í sex mánaða bann fyrir að trufla lyfjapróf hjá landsliðinu.

Queiroz er nú orðaður við úkraínska landsliðið sem leitar að nýjum þjálfara þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×