Enski boltinn

Houllier búinn að skrifa undir

Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar
Gerard Houllier.
Gerard Houllier. Nordic Photos / Getty Images
Gerard Houllier er loksins búinn að skrifa undir samning við Aston Villa um að hann verði knattspyrnustjóri liðsins næstu þrjú árin.

Tilkynnt var um ráðningu Houllier þann 8. september síðastliðinn og hann stýrði liðinu í fyrsta sinn er það mætti Blackburn í ensku deildabikarkeppninni á miðvikudaginn.

Houllier greindi frá því að hann hafði handsalað samkomulagið við Randy Learner, eiganda Aston Villa, og það væri aðeins formsatriði að undirrita samninginn.

Aston Villa er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Liðið mætir Wolves á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×