Enski boltinn

Mourinho tekinn inn í frægðarhöll knattspyrnustjóra á Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jose Mourinho var um helgina vígður inn í frægðarhöll samtaka knattspyrnustjóra á Englandi og var heiðursgestur á samkomu félagsins í Lundúnum.

Mourinho sagði í ræðu sinni vera afar stoltur af þessum árangri en hann gerði Chelsea tvívegis að Englandsmeisturum á sínum tíma.

„Ég er mjög stoltur vegna þess að ég er ekki Breti og var aðeins í þrjú ár í ensku úrvalsdeildinni," sagði Mourinho.

„Þetta er ekki langur tími en sá besti á mínum ferli - þrátt fyrir að ég vann Meistaradeild Evrópu í Portúgal og á Ítalíu."

„Ég á enn heimili hér og ég og mín fjölskylda erum enn ástfangin af þessu landi. Það mun aldrei breytast og því er þetta í raun eins og að koma heim."

Mourinho segir í viðtali á heimasíðu FIFA að hann vilji aftur þjálfa í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Viðtalið má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×