Enski boltinn

Redknapp ætlar að kaupa í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp á von á því að hann muni styrkja leikmannahóp Tottenham þegar að félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

Tottenham vann um helgina góðan 3-2 sigur á Arsenal og er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliðunum.

„Ég er að horfa til þess að styrkja hópinn í janúar með 1-2 nýjum leikmönnum," sagði Redknapp við enska fjölmiðla. „Við þurfum að fínpússa leikmannahópinn aðeins til."

„Við getum gert ýmislegt án þess að það kosti mikið en gæti breytt miklu fyrir liðið. Það er stutt í að við fáum nýtt æfingasvæði, rekstur félagsins lítur vel út og við getum haldið ótrauðir áfram."

„Ég tel að Tottenham eigi möguleika á titlinum á næstu árum. Af hverju ætti ég ekki að hafa trú á því?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×