Enski boltinn

N'Zogbia á von á því að fara frá Wigan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Charles N'Zogbia á von á því að hann verði ekki lengi í herbúðum Wigan og segir að félagið sé aðeins stökkpallur fyrir sig.

N'Zogbia hefur spilað vel með Wigan og verið orðaður við mörg stórlið, til að mynda Liverpool, Juventus og Marseille. Wigan tók tilboði frá Birmingham í sumar upp á níu milljónir punda en síðarnefnda félagið náði ekki samkomulagi við N'Zogbia um kaup og kjör.

„Wigan er bara stökkpallur fyrir mig," sagði N'Zogbia við enska fjölmiðla. „Þeir vita að ég mun ekki vera lengi hjá félaginu."

„Ég legg mig þó allan fram inn á vellinum. En stjórinn og forseti félagsins hafa alltaf sagt mér að það megi ræða hlutina ef stærra félag hefur áhuga á að fá mig."

Hann bætti einnig við að ekki væri hægt að hafna tilboði frá liði eins og Marseille.

N'Zogbia er 24 ára gamall Frakki sem kom til Wigan frá Newcastle í fyrra. Hann er uppalinn hjá Le Havre í heimalandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×