Enski boltinn

Gallas sama um framkomu Nasri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
William Gallas og Alex Song í leik Arsenal og Tottenham um helgina.
William Gallas og Alex Song í leik Arsenal og Tottenham um helgina. Nordic Photos / Getty Images

William Gallas segir að honum sé alveg sama þó svo að Samir Nasri hafi neitað að taka í hönd sína fyrir leik Arsenal og Tottenham um helgina.

Þeir Gallas og Nasri hafa verið ósáttir síðan 2008 og ræddust ekki við allt síðasta tímabil þegar þeir voru samherjar hjá Arsenal. Gallas er í dag fyrirliði Tottenham.

„Já, Nasri hunsaði mig en ég held að hann sé enn ungur og það verður að hafa skilning á því," sagði Gallas í samtali við The Sun. „Það er synd að hann skuli hafa brugðist svona við."

Stuðningsmenn Arsenal voru duglegir að láta Gallas heyra það í leiknum. „Ég átti von á því. Þetta er eitthvað sem atvinnumenn í knattspyrnu mega eiga von á."

Nasri og Gallas lenti fyrst saman í liðsrútu franska landsliðsins á EM 2008 og fékk Nasri í kjölfarið að kenna á því í ævisögu Gallas.

Myndband af atvikinu má sjá hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×