Enski boltinn

Hodgson: Cole klár um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Liverpool.
Joe Cole í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, á von á því að Joe Cole verði orðinn heill af meiðslum sínum þegar að liðið mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Cole hefur ekki spilað síðan að Liverpool vann 1-0 sigur á Bolton og misst af síðustu fjórum deildarleikjum liðsins. Liverpool vann síðast 3-0 sigur á West Ham á laugardaginn.

„Joe ætti að geta spilað á sunnudaginn," sagði Hodgson við enska fjölmiðla. „Við vorum að vonast til að hann myndi ná leiknum gegn West Ham en batinn hefur þurft aðeins lengri tíma."

„Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vöðva aftan á læri og slík meiðsli eru alltaf varasöm. Við verðum að stóla á það sem sérfræðingarnir segja og ef skilaboðin eru að hann þurfi meiri tíma þá verðum við að fara eftir því."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×