Enski boltinn

Johnson og Hodgson búnir að sættast

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glen Johnson fagnar marki sínu um helgina.
Glen Johnson fagnar marki sínu um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Þeir Glen Johnson, leikmaður Liverpool, og Roy Hodgson knattspyrnustjórinn hafa hreinsað loftið sín á milli.

Hodgson gagnrýndi Johnson opinberlega á dögunum þar sem hann sagði hann ekki í formi sem sæmir byrjunarmanni í enska landsliðinu.

En Johnson spilaði sinn fyrsta leik eftir að hafa verið frá vegna meiðsla um helgina og hélt upp á það með því að skora fyrsta markið í 3-0 sigri á West Ham.

„Trúíð mér, það er enginn sem vill frekar að ég sé í mínu besta formi en ég sjálfur," sagði Johnson við enska fjölmiðla.

„Ég fékk smá áminningu frá stjóranum. Hann sagði mér hvað hann meindi með því að segja það."

„Við ræddum saman og hann útskýrði fyrir mér að með þessu vildi hann aðeins ýta við mér. Ég sagði honum þá að ég hef ekki þörf fyrir að láta aðra segja mér svona lagað. Ég veit það best sjálfur í hvernig formi ég er í."

„En stjórinn sagði að hann ætlaði ekki að vera neikvæður heldur aðeins reyna að ná því besta úr mér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×