Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið tekur fyrir tæklingu Williamson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið mun taka til athugunar hvort refsa eigi Mike Williamson, leikmanni Newcastle, fyrir tæklingu hans á Johan Elmander, leikmanni Bolton, í leik liðanna um helgina.

Howard Webb, dómari leiksins, sá ekki atvikið sem gerir það að verkum að sambandið getur tekið það fyrir og stuðst við myndbandsupptökur.

Bolton vann öruggan 5-1 sigur í leiknum og fékk Fabricio Coloccini, leikmaður Newcastle, rauða spjaldið fyrir að gefa Elmander olnbogaskot seint í leiknum.

Það er því mögulegt að báðir miðverðir Newcastle verði í banni þegar að Newcastle tekur á móti Chelsea um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×