Enski boltinn

Ferguson: Wayne skilur nú hversu stórt félag United er

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að atburðir síðustu daga kunni að hafa haft áhrif á Wayne Rooney og ákvarðanatöku hans.

Rooney ákvað í dag að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið, aðeins tveimur dögum eftir að hann skýrði opinberlega frá ákvörðun sinni að hann vildi fara frá félaginu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta mál og nú síðast fréttist af því að stuðningsmenn Manchester United hafi ógnað heimilisfriði hans.

„Ég sagði við drenginn að dyrnar væru honum alltaf opnar og ég er afar ánægður með ákvörðun Wayne um að vera áfram hjá Manchester United," sagði Ferguson á heimasíðu félagsins.

„Stundum getur verið erfitt að gera sér grein fyrir stærð félagsins sem þú ert í. Það virðist vera svo að það þurfi atburði eins og þá sem hafa átt sér stað síðustu daga til að gera manni grein fyrir því."

„Ég held að Wayne skilji nú hversu stórt félag Manchester United er."

„Ég er ánægður með að hann hafi tekið þeirri áskorun að leiðbeina yngri leikmönnum liðsins og festa sjálfan sig í sessi sem einn af merkilegustu leikmönnunum í sögu United. Það sýnir karakter og trú á því sem við stöndum fyrir."

„Ég er viss um að nú muni allir innan félagsins styðja Wayne heilshugar og sýna honum þann stuðning sem hann þarf til að spili eins vel og við vitum að hann getur."

 


Tengdar fréttir

Rooney fer ekki neitt - skrifar undir fimm ára samning

Wayne Rooney mun skrifa undir fimm ára samning við lið Manchester United og hefur því eytt óvissunni sem skapaðist í vikunni. Þá upplýsti sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri félagsins að Rooney vildi yfirgefa félagið. Í kjölfarið hófst atburðarrás sem endaði með því að Rooney hefur ákveðið að vera hjá liðinu næstu fimm árin.

Rooney: Stjórinn sannfærði mig

Wayne Rooney, sem skrifaði undir fimm ára samning við Manchester United í dag, segir að það hafi verið Alex Ferguson sem hafi sannfært hann um að vera áfram hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×