Enski boltinn

Stjóri Reading hrósar Gylfa í hástert

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brian McDermott, stjóri Reading, var í skýjunum yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í dag en hann skaut Reading áfram í bikarnum með laglegu marki.

Gylfi var tæpur fyrir leikinn en spilaði samt og fór á kostum.

„Hann var búinn að fá tvö önnur færi áður en hann skoraði. Þessi afgreiðsla hjá honum var fyrsta flokks. Þetta er það sem hann getur strákurinn," sagði McDermott kátur.

„Við höfum verið að bíða eftir því að hann væri klár í aðalliðið en hann hefur verið hjá okkur nánast síðan hann var 13 ára. Hann er að stækka og hefur mikla og sterka nærveru, sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Liverpool. Hann er þrátt fyrir það mjög jarðbundinn strákur."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×