Enski boltinn

Wenger: Fabregas, Almunia og Gibbs verða ekki með á móti Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest það formlega að Cesc Fabregas verði ekki með liðinu í stórleiknum á móti Chelsea á sunnudaginn. Fabregas meiddist aftan í læri fyrir tveimur vikum eða um leið og hann skoraði á móti Sunderland.

Wenger ætlaði að gefa fyrirliðanum tækifæri til þess að ná Chelsea-leiknum en nú er það orðið ljóst að Cesc Fabregas er ekki orðinn góður af sínum meiðslunum ekki frekar en markvörðurinn Manuel Almunia og vinstri bakvörðurinn Kieran Gibbs.

„Fabregas er ekki búinn að ná sér og sömu sögu er að segja af Almunia," sagði Arsene Wenger á blaðamannafundi í dag. „Við misstum Gibbs líka á þriðjudaginn en hann er að gíma við meiðsli í kálfa og verður heldur ekki með enska landsliðinu út af því. Gibbs verður líklega frá í tvær til þrjár vikur," sagði Wenger.

Cesc Fabregas mun líka missa af tveimur landsleikjum Spánverja á móti Litháen og Skotlandi en ætti að fá góða hvíld fyrir næsta deildarleik Arsenal eftir landsleikjahléið sem verður á móti Birmingham City 16. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×