Enski boltinn

Miguel tjáir ást sína á Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miguel í baráttunni við Park Ji-Sung í leik á móti Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni.
Miguel í baráttunni við Park Ji-Sung í leik á móti Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni. Mynd/AP
Miguel, bakvörður spænska liðsins Valencia, myndi fagna því tækifæri að fá að spila með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Góður vinur Miguel, Portúgalinn Raul Meireles, fór til enska liðsins á dögunum.

„Liverpool er félag sem ég met mikils og nú á ég góðan vin þar í Raul Meireles. Liverpool hefur alltaf verið uppáhaldsliðið mitt í ensku deildinni og ég held mikið með þeim," sagði Miguel við Superdeporte.

Miguel er 30 ára hægri bakvörður en þrátt fyrir þessa "ástarjátningu" á Liverpool þa´er hann sáttur hjá Valencia-liðinu sem er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eins og er.

„Mér líður vel hér og vonandi á Valencia eftir að ganga vel. Við náum vonandi að vinna einhverja titla í ár," sagði Miguel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×