Enski boltinn

Rooney spilar ekki um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney mun ekki spila með Man. Utd um helgina gegn Sunderland en ætti að vera klár í slaginn þegar enska landsliðið mætir Svartfjallalandi.

"Wayne æfði í gær og vill spila á morgun. Ég verð samt að hugsa um meiðslin. Vandamálið með strákinn er að hann er of æstur í að spila þó svo hann sé meiddur," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sem gaf aðeins völdum fjölmiðlum viðtal í gær.

"Ég hef misst of marga menn í meiðsli í gegnum tíðina sem fóru of snemma af stað," sagði Ferguson sem virðist hafa gleymt því að hann lét Rooney spila meiddan á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×