Enski boltinn

WBA á bæði besta leikmanninn og besta stjórann í september

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Odemwingie.
Peter Odemwingie. Mynd/AP
West Bromwich Albion vann tvöfalt í kjöri ensku úrvalsdeildarinnar á besta leikmanni og besta stjóra september-mánaðar. Roberto Di Matteo var kosinn besti stjórinn en sóknarmaðurinn Peter Odemwingie þótti standa sig best allra leikmanna.

West Bromwich Albion vann tvo leiki og gert eitt jafntefli í september. Liðið byrjaði á 1-1 jafntefli við Tottenham en vann síðan 3-1 sigur á Birmingham City og 3-2 sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum. Liðið er nú í 6. sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Peter Odemwingie er 29 ára framherji sem hefur skorað 3 mörk á tímabilinu en hann kom til liðsins frá Lokomotiv Moskvu fyrir þessa leiktíð. Odemwingie skoraði í báðum sigurleikjum West Bromwich í september.

Odemwingie hefur leikið 49 leiki og skorað 9 mörk fyrir nígeríska landsliðið en hann er fæddur í Úsbekistan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×