Enski boltinn

Wilshere gripinn með buxurnar á hælunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn ungi miðjumaður Arsenal, Jack Wilshere, er orðinn stjarna með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Hann var harkalega minntur á það í morgun þegar slúðurblaðið The Sun fletti ofan af framhjáhaldi hans.

Wilshere hefur verið í tygjum við strippara síðustu vikur og meðal annars skemmt sér með henni er hann var á hóteli með Arsenal sem og heima hjá afa hennar og ömmu.

Wilshere hefur verið á föstu með sömu stelpunni í þrjú ár en sú komst í símann hans og sá hvað hafði verið í gangi.

Nektardansmærin virðist einnig hafa selt slúðurblaðinu smáskilaboðin til þess að selja söguna.

Af Wilshere er það einnig að frétta að hann þarf að mæta í skýrslutöku hjá lögreglunni í dag. Hann var handtekinn í ágúst í slagsmálum fyrir utan næturklúbb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×