Fótbolti

Arnór kominn aftur á ferðina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór í leik með Heerenveen.
Arnór í leik með Heerenveen. Mynd/Heimasíða Heerenveen.

Skagamaðurinn Arnór Smárason er farinn að æfa af fullum krafti með aðalliði Heerenveen á nýjan leik en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla.

Arnór hefur verið á séræfingum undir stjórn sjúkraþjálfara síðustu vikur en hefur nú verið útskrifaður þaðan og gefið grænt ljós að æfa af fullum krafti.

Það er því vonandi að við sjáum þennan kraftmikla strák aftur á ferðinni í hollenska boltanum fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×