Enski boltinn

Wenger: Nani hlýtur þá að vera 1600 sinnum gáfaðari en ég

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nani fagnar marki í vetur.
Nani fagnar marki í vetur. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, skaut svolítið kaldhæðnislega á Nani, leikmann Manchester United, á blaðamannafundi í dag . Frakkinn var þá að svara Portúgalanum fyrir að segja að Arsenal ætti enga möguleika á því að vinna enska meistaratitilinn í ár.

Nani sagði að Manchester United hefði aðeins áhyggjur af Chelsea í titilbaráttunni en liðið er eins og er tveimur stigum á undan Arsenal auk þess að eiga leik inni á Arsene Wenger og lærisveina hans.

„Það hafa allir sínar skoðanir á því hverjir muni vinna deildina og það er enginn fullkominn. Við lifum samt í þjóðfélagi þar sem allir telja sig vita allt og ég skammast mín svolítið fyrir að segja að ég veit ekki hvernig þetta fer," sagði Arsene Wenger.

„Ég hef ekki hugmynd um það hver muni vinna deildina og ég hef stýrt liðum í yfir 1600 leikjum. Ef Nani veit hverjir vinna í vor þá hlýtur hann að 1600 sinnum gáfaðari en ég," sagði Wenger.

Arsenal spilar við Chelsea á Emirates leikvanginum á mánudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×