Fótbolti

Beckham vill fá Ronaldinho til Bandaríkjanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er enn mikil óvissa með það hvar Brasilíumaðurinn Ronaldinho leikur á næstu leiktíð. Hann vill komast frá AC Milan en félagið neitar að sleppa honum.

Hermt er að leikmaðurinn vilji spila í heimalandinu en hann hefur einnig verið orðaður við LA Galaxy. Þar leikur David Beckham og hann er spenntur fyrir því að fá þennan fyrrum félaga sinn hjá Milan til Bandaríkjanna.

"Við hittum mikið af fólki í Bandaríkjunum og ég veit að Beckham er að vinna í því að fá hann til Los Angeles," sagði umboðsmaður leikmannsins.

Ronaldinho á eitt ár eftir af samningi sínum við Milan. Hann mun hitta forráðamenn Milan eftir helgi til þess að ræða stöðuna sem upp er komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×