Enski boltinn

Blackpool sigraði leikinn dýrmæta og tryggði sæti í úrvalsdeild

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Blackpool hefur tryggt sér sæti meðal þeirra bestu.
Blackpool hefur tryggt sér sæti meðal þeirra bestu.
Blackpool tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri gegn Cardiff en leikurinn fór fram á Wembley. Mörk Blackpool skoruðu þeir Charlie Adam, Gary Taylor-Fletcher og Brett Ormerod en mörk Cardiff skoruðu Michael Chopra og Joseph Ledley. Blackpool lék síðast í ensku úrvalsdeildinni árið 1971. Það er þá ljóst að Newcastle United, WBA og Blackpool verða nýliðar í deildinni á næstu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×