Fótbolti

Kolbeinn tryggði AZ Alkmaar sigur á æfingamóti

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Kolbeinn tryggði AZ Alkmaar sigurinn á mótinu.
Kolbeinn tryggði AZ Alkmaar sigurinn á mótinu.

Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður AZ Alkmaar, tryggði liði sínu sigur í úrslitaleik gegn Anderlecht á æfingarmóti sem fram fór í Köln.

Leikurinn var úrslitaleikur í æfingamótinu ETL Domcup. AZ Alkmaar komst í úrslitaleikinn og skoraði Kolbeinn síðara mark liðsins í leiknum eftir að hafa komið inn af bekknum en félagi hans Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu.

Leiknum lauk með 2-1 sigri AZ Alkmaar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×