Fótbolti

Celtic kaupir mexíkóskan landsliðsmann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðsmenn Mexíkó eru eftirsóttir þessa dagana og í dag samdi enn einn landsliðsmaður Mexíkó við lið á Bretlandseyjum.

Það var Efrain Juarez sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Celtic.

Þetta er 22 ára hægri bakvörður sem kemur frá UNAM Pumas.

Hann er fimmti leikmaðurinn sem Neil Lennon fær til félagsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×