Fótbolti

Donovan: Núna vil ég vera í Bandaríkjunum

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Landon Donovan, leikmaður LA Galaxy.
Landon Donovan, leikmaður LA Galaxy.
Landon Donovan, leikmaður LA Galaxy, segist ekki vera á leið frá félaginu og er ánægður með að vera kominn heim aftur eftir Heimsmeistaramótið í Suður Afríku.

Donovan var lánaður í ensku úrvalsdeildina á síðasta timabili en hann spilaði þá með Everton við góðan orðstír.

Donovan hefur verið orðaður við nokkur lið og meðal annars Manchester City en segist ekki vera á leið frá LA Galaxy á næstunni. Donovan skrifaði undir fjögurra ára samning við Galaxy árið 2009.

„Akkurat núna þá vill ég vera í Bandaríkjunum. Ef það kemur eitthvað tilboð sem vert er að skoða þá geri ég það. Ég vill aldrei útiloka neitt en eins og staðan er núna þá er ég spenntur fyrir því að spila hér heima," sagði Donovan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×