Erlent

Haldið á lífi svo hægt sé að taka hann af lífi

Fanginn Lawrence Reynolds Jr. fannst meðvitundarlaus í klefa sínum skömmu áður en taka átti hann af lífi.
Fanginn Lawrence Reynolds Jr. fannst meðvitundarlaus í klefa sínum skömmu áður en taka átti hann af lífi.
Læknar í Ohio í Bandaríkjunum leggja sig nú fram við að halda lífi í 43 ára gömlum dauðadæmdum fanga, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum nokkrum klukkustundum áður en yfirvöld hugðust taka hann af lífi með eitursprautu, til fullnustu dómsins.

Fanginn reyndist hafa gleypt banvænan skammt af lyfjum og var þeim dælt upp úr honum. Búist er við að hann nái fullri heilsu á nokkrum dögum, og verður þá ráðist í að taka hann af lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×