Enski boltinn

Allardyce: Mér líður eins og við höfum unnið leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sam Allardyce, stjóri Blackburn.
Sam Allardyce, stjóri Blackburn. Mynd/AP
Sam Allardyce, stjóri Blackburn, var sáttur með marklaust jafntefli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld enda þurfti Blackburn að leika manni færri allan seinni hálfeikinn.

„Mér líður eins og við höfum unnið þennan leik. Það er ekki hægt að gagnrýna dómarann fyrir rauða spjaldið. Það gekk vel að endurskipuleggja liðið í hálfleik og þetta var frábært stig þegar upp var staðið," sagði Sam Allardyce.

Paul Robinson átti góðan leik í marki Blackburn í kvöld. „Þetta var unnið stig. Við gáfumst ekki upp og strákarnir eiga heiður skilinn," sagði Robinson við Sky Sports.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×