Umfjöllun: Eyjamenn unnu líka hitt Hafnarfjarðarliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2010 16:00 Tony Mawejje í leiknum í dag. Mynd/Stefán ÍBV er komið á beinu brautina í Pepsi-deild karla eftir tvo sigra í röð og það báða á Hafnarfjarðarliðunum tveimur - FH og Haukum. ÍBV vann í dag 3-0 útisigur á Haukum og er nú komið með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina sem allir hafa farið fram á útivelli. Sigurinn í dag var þó ef til vill ekki alveg eins sannfærandi og tölurnar gefa til kynna. Eyjamenn byrjuðu þó vel og náðu 2-0 forystu strax um miðbik fyrri hálfleiksins með mörkum Matt Garner og Andra Ólafssonar. Andri fékk svo tækifæri til að gera endanlega út um leikinn stuttu síðar en skalli hans hafnaði í slá Haukamarksins. Eftir þetta drógu Eyjamenn mjög úr sóknarþunga sínum og Haukamenn komust betur inn í leikinn. Leikmenn ÍBV héldu þó áfram að beita skyndisóknum og áttu hættulegri færi en heimamenn. En Haukarnir voru mun betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Albert Sævarsson varði alls þrívegis í stöng í leiknum og virtist leikmönnum Hauka einfaldlega fyrirmunað að skora í leiknum. Svo þegar að Eyþór Helgi Birgisson, sóknarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka var útlit fyrir að Haukar gætu látið til sín taka á lokamínútum leiksins. En annað kom á daginn. Fimm mínútum síðar áttu Eyjamenn hraða og snotra sókn sem lauk með því að James Hurst átti sendingu inn á teig og náði Andri að skalla boltann í markið og gera þar með endanlega út um leikinn. Heimamenn fengu þó sín tækifæri í leiknum og Eyjamenn mega þakka fyrir að þeir nýttu ekki eitthvað af þeim. Albert Sævarsson átti stórleik í marki ÍBV og varnarmennirnir virtust allir mjög sannfærandi. Það virtist vanta talsvert upp á sjálfstraustið hjá Haukum eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Þeir fengu færin en fóru afar illa að ráði sínu fyrir framan mark Eyjamanna.Haukar - ÍBV 0-3 0-1 Matt Garner (17.) 0-2 Andri Ólafsson (19.) 0-3 Andri Ólafsson (74.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 852Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 14-12 (6-7)Varin skot: Daði 4 - Albert 6Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 Þórhallur Dan Jóhansson 3 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðmundur Viðar Mete 5 Pétur Ásbjörn Sæmundsson 3 (75. Kristján Óli Sigurðsson -) Grétar Atli Grétarsson 4 (46. Úlfar Hrafn Pálsson 6) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Sam Mantom 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (46. Jónmundur Grétarsson 5)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6Andri Ólafsson 8 - maður leiksins (77. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (61. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6) Tryggvi Guðmundsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 6Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni en lýsinguna má lesa hér: Haukar - ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
ÍBV er komið á beinu brautina í Pepsi-deild karla eftir tvo sigra í röð og það báða á Hafnarfjarðarliðunum tveimur - FH og Haukum. ÍBV vann í dag 3-0 útisigur á Haukum og er nú komið með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina sem allir hafa farið fram á útivelli. Sigurinn í dag var þó ef til vill ekki alveg eins sannfærandi og tölurnar gefa til kynna. Eyjamenn byrjuðu þó vel og náðu 2-0 forystu strax um miðbik fyrri hálfleiksins með mörkum Matt Garner og Andra Ólafssonar. Andri fékk svo tækifæri til að gera endanlega út um leikinn stuttu síðar en skalli hans hafnaði í slá Haukamarksins. Eftir þetta drógu Eyjamenn mjög úr sóknarþunga sínum og Haukamenn komust betur inn í leikinn. Leikmenn ÍBV héldu þó áfram að beita skyndisóknum og áttu hættulegri færi en heimamenn. En Haukarnir voru mun betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Albert Sævarsson varði alls þrívegis í stöng í leiknum og virtist leikmönnum Hauka einfaldlega fyrirmunað að skora í leiknum. Svo þegar að Eyþór Helgi Birgisson, sóknarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka var útlit fyrir að Haukar gætu látið til sín taka á lokamínútum leiksins. En annað kom á daginn. Fimm mínútum síðar áttu Eyjamenn hraða og snotra sókn sem lauk með því að James Hurst átti sendingu inn á teig og náði Andri að skalla boltann í markið og gera þar með endanlega út um leikinn. Heimamenn fengu þó sín tækifæri í leiknum og Eyjamenn mega þakka fyrir að þeir nýttu ekki eitthvað af þeim. Albert Sævarsson átti stórleik í marki ÍBV og varnarmennirnir virtust allir mjög sannfærandi. Það virtist vanta talsvert upp á sjálfstraustið hjá Haukum eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Þeir fengu færin en fóru afar illa að ráði sínu fyrir framan mark Eyjamanna.Haukar - ÍBV 0-3 0-1 Matt Garner (17.) 0-2 Andri Ólafsson (19.) 0-3 Andri Ólafsson (74.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 852Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 14-12 (6-7)Varin skot: Daði 4 - Albert 6Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 Þórhallur Dan Jóhansson 3 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðmundur Viðar Mete 5 Pétur Ásbjörn Sæmundsson 3 (75. Kristján Óli Sigurðsson -) Grétar Atli Grétarsson 4 (46. Úlfar Hrafn Pálsson 6) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Sam Mantom 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (46. Jónmundur Grétarsson 5)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6Andri Ólafsson 8 - maður leiksins (77. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (61. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6) Tryggvi Guðmundsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 6Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni en lýsinguna má lesa hér: Haukar - ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira