Enski boltinn

Carew þarf að velja milli fótboltans og skemmtanalífsins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sóknarmaðurinn John Carew er með þann stimpil á sér að vera glaumgosi.
Sóknarmaðurinn John Carew er með þann stimpil á sér að vera glaumgosi.

Dwight Yorke segir í viðtali við Birmingham Mail að John Carew, sóknarmaður Aston Villa, þurfi að leggja glaumgosalífernið til hliðar ef hann ætlar að slá í gegn á Villa Park.

Carew skoraði þrennu í FA-bikarnum gegn Reading. „Hann á að njóta þess, um það snýst lífið. Maður á ekki að taka vinnu sína sem sjálfsögðum hlut. Maður á að njóta þess meðan hægt er því þetta varir ekki að eilífu," sagði Yorke í viðtalinu.

Yorke lék með Aston Villa á sínum tíma. „John Carew hefur allt sem þarf til að vera frábær leikmaður. Hann er stór, hann er sterkur og snöggur. Þetta snýst bara um hve langt hann vill sjálfur ná," sagði Yorke.

„Hann er með stimpil á sér að vera mikill glaumgosi og leiðist ekki skemmtanalífið. Með því gefur hann færi á sér, fólk bíður eftir að þú standir þig ekki og þá færðu að heyra það. Hann verður að ná meira jafnvægi í líf sitt," sagði Yorke.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×