Enski boltinn

Rooney óttaðist slæmar móttökur frá áhorfendum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney og Berbatov.
Rooney og Berbatov.

Wayne Rooney á verðugt verkefni fyrir höndum með því að endurheimta aðdáun fjölmargra stuðningsmanna Man. Utd á sér. Margir hverjir eiga erfitt með að fyrirgefa Rooney fyrir upphlaupið á dögunum er hann sagðist vera á förum frá félaginu.

Það þurfti síðan risasamning til þess að halda honum hjá félaginu. Þá var hann meiddur og hefur verið lengi fjarri félaginu á meðan mesta óveðrið geisaði.

Rooney spilaði loks gegn Wigan á dögunum og fékk ágætis móttökur sem hann var þakklátur fyrir.

"Það var frábær tilfinning að fara aftur í búning Man. Utd. Sérstaklega þar sem ég hef verið lengi fjarverandi og mikið hefur gengið á," sagði Rooney við sjónvarpsstöð félagsins.

"Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki hafa óttast slæmar móttökur frá stuðningsmönnunum. Heilt yfir fannst mér móttökurnar frábærar. Nú þarf ég að komast á fullt og byrja að skora mörk á nýjan leik.

"Ég get vel skilið af hverju margir stuðningsmenn eru sárir út í mig. Það sem öllu skiptir á endanum er að við náðum saman og ég verð hér áfram," sagði framherjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×