Fótbolti

Messi skoraði loksins á móti Brasilíu - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta hefur ekki verið algeng sjón hjá Lionel Messi með argentínska landsliðinu.
Þetta hefur ekki verið algeng sjón hjá Lionel Messi með argentínska landsliðinu. Mynd/AP
Lionel Messi skoraði langþráð mark í gær í 1-0 sigri Argentínu á erkifjendum sínum í Brasilíu. Þetta var fyrsta markið hans á móti Brasilíu en hann var að mæta þeim í fimmta sinn. Argentína vann jafnframt sinn fyrsta sigur á nágrönnum sínum í sex leikjum eða síðan í júní 2005.

Það virðist reyndar allt ganga upp hjá Messi þessa daganna því hann er búinn að skora í átta leikjum í röð með Barcelona og Argentínu og alls tólf mörk í þessum átta leikjum.

Markið sem Messi skoraði í uppbótartíma í gær kom eftir laglegan einlék og það má sjá það með því að smella hér. Þeir sem hafa gagnrýnt frammistöðu hans með argentínska landsliðinu láta örugglega lítið heyra í sér á næstunni enda ekkert betra fyrir Argentínumann en að skora sigurmark á móti Brasilíu.

Messi er líka búinn að skora í tveimur landsleikjum í röð því hann skoraði einnig í 4-1 sigri á Heimsmeisturum Spánverja á dögunum. Messi hefur nú skorað 15 mörk í 53 landsleikjum og vantar "bara" 19 mörk til að ná Diego Maradona fyrir þá sem eru að bera þá tvo snillinga saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×