Enski boltinn

Man. Utd á eftir Carroll

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Andy Carroll, framherji Newcastle, er afar eftirsóttur þessa dagana enda hefur ólátabelgurinn slegið í gegn í vetur og skorað nokkuð af mörkum.

Nú er hermt að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, vilji fá Carroll á Old Trafford. United hefur áhuga á því að bæta við sig framherja og Ferguson er sagður vera afar spenntur fyrir Carroll.

United er þó ekki eina áhugasama félagið og ef Newcastle ákveður að selja má búast við hörðum slag um leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×